mánudagur, 11. júní 2007

Alltaf að styttast...

Jæja, nú eru bara 4 dagar til stefnu :)

Dagskráin hefur ekkert breyst frá því sem var gefið hér út um daginn, s.s. mæting á MA planið kl 14:00. Endilega komið stundvíslega!

Það verður settur inn listi yfir það sem fólk þarf að hafa með sér í ferðina inn á síðu árgangsins: http://www.blog.central.is/ma2002 Hann ætti að birtast bara í dag eða á morgun svo endilega fylgist með á þeirri síðu.

Ég fékk upplýsingar um það í gær að það eiga bara 2 eftir að borga úr okkar bekk, og það er nú bara frábært :) Endilega drífa sig samt að græja þetta, þeir sem eiga það eftir. Ef einhverjum dauðlangar með en hafði ekki skráð sig, þá er síðasti séns í dag, og þá bara borga strax inn á reikninginn. Þetta er einfaldlega til þess að við getum borgað matinn og fleira tímanlega.

Það sem við eigum eftir að gera er að ákveða "þemað" fyrir bekkinn. Finnst ykkur að við eigum að ræða það hér - fyrir "allra" augum - eða í gegnum póst. Endilega verið hugmyndarík ;)

Við auglýsum líka eftir gítarleikara úr hópnum sem væri til í að spila undir smá fjöldasöng...

Sjáumst svo bara á fimmtudaginn og munið að fylgjast með ma2002 síðunni :)
Kv. Daðey