Jæja
Ég ákvað bara að stofna reikning fyrir okkur.
Reikningurinn er í Kaupþing og er númer;
0302-13-1982. Kt: 270582-5169
Þurfum svo bara að ákveða hvernig við viljum hafa þetta, eigum við að leggja öll inn eitthvað smotterí til að byrja með?
Eigum við ekki að velja 2-3 til þess að reyna að halda utan um allt fjörið. Ég get alveg haldið utan um síðuna og peningana en nenni kannski ekki að standa í því að gera þetta bara ein.
Látið heyra í ykkur F-ingar!
Díana
fimmtudagur, 25. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
17 ummæli:
mér finnst Tinna mjög efnileg í nefnd.... Arnór líka... en hann er vissulega í Danmörku.... væri ekki sniðugt að leggja eitthvað inn mánaðalega?? annars er mér alveg sama....
Persónulega finnst mér 1000kr á mánuði flott. Kannski finnst einhverjum það of mikið. Já ég heyrði í Tinnu í gær hún ætlaði að koma og skoða síðuna í dag. Þetta þarf ekki að vera mikil vinna, við hljótum að geta reddað fólki í þetta.
Var að spá. Hver er önnur dagskrá? Nenni nefnilega ekki 3. daga í röð. Er ekki hægt að gera þetta 15. í bland við hittinginn þann dag?
Hehe eru menn orðnir eldri, Atli leggur ekki í þrjá daga í röð! Ég held að það sé ekki komin nein sérstök dagskrá. Við verðum bara að setja eitthvað niður. 15 júní er föstudagur gætum reynt að fá bústað þann dag?
Börnin mín, örvæntið eigi. Ég hef planað þessa stund í að verða 5 ár núna þannig þið eruð í góðum höndum.
Þessir 3 dagar skiptast eftirfarandi:
1) 4F hittist og fer í bústað eða e-ð álíka.
2) Árgangurinn allur fer í óvissuferð og endar annað hvort í útlegu eða á Dátanum eins og í "gamla" daga
3) 16 júni, fólk flykkist í bæinn til að sjá once in a lifetime show of Tina and her lover Cher. (okkur vantar bakraddir, dansara og hljómsveit!)
Svo getur fólk bara valið hvern af þessum viðburðum það tekur þátt í.
Þess á milli sitjum við á Karó og leysum lífsráðgátuna. I´m nearly there.
Er þetta ekki nokk skýrt?
Um að gera að treysta the president of the dramaclub því þessi skólastjórn okkar hér um árið var hvorki fugl né fiskur, no offense kæru fyrrverandi, gjaldkeri, skemmtanastjóri og meðstjórnandi!
p.s. Díana, send me the password að síðunni svo maður geti bloggað. Ómögulegt að vera væla hér á kommentakerfinu eins og kelling í aftursæti!
kveðjur úr kuldanum í Köben.
Nóri hóri píkuklóri
Ég vona að það sé í lagi en ég ælta að segja ykkur frá brjáluðu partýi á Barnum á morgun (Laugardaginn 27. jan) það er fjáröflun fyrir 1 ár fatahönnun LHÍ. Það byrjar klukkan 20, kostar 800 inn og glaðningur frá ölgerðinni fyrir þá sem mæta fyrstir, þið getið skoðað auglýsinguna betur á www.myspace.com/herdisjona og svo er viðtal eða eitthvað í orðlaust. Það er enginn skildugur til að mæta en það væri rosa gaman ef þeir sem eru í Reykjavíkinni láti sjá sig!!!!!!
Halló allir! Líst vel á þetta allt saman og einkum og sér í lagi á Tinu & Cher :) Það er í góðu mín vegna að hafa þetta 1000 kall á mánuði.
Er lifandi. Netfangið mitt er orj1@hi.is
Örvar
Mér finnst 1000 kr á mán vera mjög sneddý og spennandi upphæð :)
Mér finnst að frú Díana ætti klárlega að hafa yfirumsjón með fjármálum! Ekki spurning
Er annars alveg til í nefndarsetu... við erum að tala um að plana einn dag er það ekki?
Jæja mér líst vel á þetta.
Nefnd; Arnór, Tinna og Díana. Ef það eru einhverjir sem ólmir vilja vera nefndarmenn endilega látið í ykkur heyra.
Um peningamálin, er einhver sem er á móti því að leggja inn 1000kr á mánuði?
Ef það er enginn sem mótmælir eigum við þá ekki bara byrja núna um mánaðarmótin að raða inn peningum.
Þúsundkall er fínt... bíð mig ekki fram í nefnd því ég veit að það á eftir að stofna undirnefndir og undirundirnefndir (ef ég man rétt þá vorum við nefndarlegur bekkur). ;) Mér sínist Arnór kommenta meira hér á síðuna okkar en hann bloggar... látiði drenginn fá pennan, sjáiði ekki hann er funheitur!!
Já Arnór var þetta allt í kjaftinum á þér! Ég er búin að láta þig fá aðgang að síðunni til að blogga og þá gerist ekkert hehehe.
Fyrsti 1000 karlinn er kominn inn á reikninginn!!
Peningarnir eru farnir að streyma inn á reikninginn okkar. Hafið engar áhyggjur það verður vel fylgst með hvernig borga og ef þetta verður eitthvað ójafnt í lokinn þá lögum við það bara.
Sorgarfréttir sem ég færi ykkur kæru félagar.
Það var verið að gefa út nýtt tidsplan fyrir vorönn í skólanum mínum. Átti að klára í lok maí, en nú verð ég sem sagt til 23 júní!
Daninn e-ð að klikka í planlagningunni.
Þannig það er með kökk í hálsi og tár á hvarmi sem ég boða forföll á samkomu þessari og vona innilega að það verði ógeðslega leiðinilegt þannig ég missi ekki af neinu:)
p.s. eins gott ég var ekki búinn að borga neitt, hef fundið þetta á mér!
kv, úr Köben.
Nóri hóri
Nóri viðurkenndu það bara, þú býrð á götunni í danmörk og þér gjörsamlega reis hugur við því að borga 1000kr!! Hehe nei ég segi svona, það er sárt að heyra að þú kemur ekki, sérstaklega þar sem þú áttir að troða upp!!!
Ég er í sorg. Þetta eru verstu fréttir sem hafa heyrst!!hvernig á maður að kmast af án Nórans???jjjiii!!!en ég er bara að spá, eiga hinir svokölluðu heiðursfélagar að leggja inn á þennan reikning líka eða???:)
Hvernig væri nú að fólk myndi segja aðeins frá því hvað það hefur verið að gera síðustu ár...fyrst það er greinilegt að það komist ekki allir á reunionið?
Ég er allavega forvitin ;) Spurning hvort við eigum að gera það í commentum, e-maili eða allir fá passwordið og skrifi??
Bara hugmynd :)
Skrifa ummæli