Jæja
Hvernig er stemmingin?
Hún Hanna var að kíkja í heimsókn og við vorum að ræða planið.
14. júní - Opið???
15. júní - Óvissuferð með öllum bekkjunum
16. júní - Stórskemmtun í íþróttahöllinni
Ég, Hanna, Alís, Rúnar, Hjalti og Laufey ætlum að öllum líkindum að hittast 14 og skemmta okkur og viljum endilega fá sem flesta með.
Svo kom upp hugmynd að hittast í hádegismat fyrir óvissuferðina eða 16. júní.
Hverjir eru það sem ætla að mæta og hvenær þá.
Kv. Díana
þriðjudagur, 15. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
magnað.... ég er allavega orðin spennt.... það væri nú gaman ef fólk myndi commenta og láta vita hvernig þeir eru stemmdir fyrir þetta djamm og hvenær þeir mæta í djammið...
Kemst því miður ekki. Er að fara í útskrift hjá vini mínum þann 16.
Vildi óskaplega vera koma með ykkur á djammið. Er því miður í skólanum á þessum tíma og kem fyrst heim þann 16 júní. þ.e. ef allt gengur að óskum með skólann.
Góða skemmtun annars. Kem inn fílefldur á 10 ára reunionið.
Þá verður atriðið með Tinu og Cher orðið fínpússað.
kv. Arnór Brynjar
Heyrðu, ég vona nú að fólk ætli að mæta í þetta allt saman :) Ég kemst ekki 14...og kannski endar það með því að ég komist ekki heldur 15-16...klikkaði eitthvað í vaktaplaninu í vinnunni hjá mér! Er samt að reyna að finna út úr því...kaldhæðnislegt ef maður er búinn að vera að skipuleggja þetta allt og kemst svo ekki :)
Hvet ykkur til að mæta í óvissuferð...hún verður alveg meiriháttar :)
Sjáumst vonandi í júní :)
Common er þetta allt sem við fáum að heyra?
Ég vil fara að heyra frá þeim sem ÆTLA að koma ekki þeim sem ætla ekki að koma.
Fá smá feedback til dæmis með hádegismatinn!
ég ætla að koma! :) ..og ég hlakka til :)
Helú allir :) Ég er búin að panta flug heim 13 og kem norður þann 14 þannig að ef eitthvað er um að vera það kvöld þá mæti ég... ég kem að sjálfsögðu líka þann 16 júní! (ekki alveg víst hvort ég kem í óvissuferðina).
En allavega líst mér líka vel á hádegismatinn... annaðhvort það eða þá að hittast einhversstaðar í fordrykk áður en við förum í höllina og fara svo samfó!!
kv. frá baunalandinu
selma
Ég kem í síðasta lagi seinnipartinn á föstudeginum (15. júní) en vonandi fyrr. Þetta með hádegismatinn 16. júní hljómar vel og eins líka hugmyndin hennar Selmu um fordrykk fyrir veisluna sjálfa.
Hlakka til að sjá ykkur :)
Nú er aðeins að lifna yfir þessu:)
Eg er nu ekki viss um ad eg verdi komin 14..hef eitthvad verid i ruglinu thegar eg skrifadi thad.. kemur ekki a ovart.. en eg verd allavega komin 16.Fer eftir nokkrum hlutum..
Sjaumst..Laufey S.
Ég ætla mér að komast sem fyrst 15. en er samt að vinna til kl.15:30. Var að spá í að vera "veikur" en verð bara búinn með 4 vinnudaga svo það er soldið asnalegt.
Koma svo allir að hvetja mig til að vera "veikur" og koma á föstudagsmorgun!!
Þá vantar bara fararskjóta!
auðvita skráir þú þig veikna... þú ferð nú ekki að sleppa uphitunar djammi.... koma svo allir :)
Rúnar mætir hress og kátur í allt stöffið. Sign me up!! Hvenær koma uppl. um þessa óvissuferð?
Ég og Lára erum allavega til í að mæta frá 15. til 17. Alltaf til í gott stuð. Leiðinlegt að heyra að Arnór skuli ekki komast. Ég vil svo þakka fyrir þann heiður að fá að vera heiðursgestur á afmælinu ykkar.
Bestu kveðjur Hjalti
Skrifa ummæli