fimmtudagur, 24. maí 2007

Dagskrá

14.júní – Bekkjarkvöld
-Mælum með því að hver bekkur hittist og geri eitthvað skemmtilegt saman
-Hver bekkur undirbúi bekkjareinkenni til að koma með í óvissuferðina (borða, kórónur, liti eða eitthvað slíkt)

15.júní – Allur árgangurinn í óvissuferð!
-Mæting á MA plan kl.14:00. Mikilvægt að allir mæti tímanlega
-Verð 3600kr. Reikningsnúmer kemur fljótlega og þá má endilega byrja að borga!
-Matur skaffaður (kaffitími og kvöldmatur) en hver að koma með eigin drykki (og nóg af þeim )
-Endum á skemmtistað á Akureyri um kvöldið og áframhaldandi djamm fram á nótt

16.júní – Stóra hátíðin í Höllinni með öllum afmælisárgöngum
-nákvæm tímasetning ekki komin
-miðapöntun á http://www.bautinn.is/ undir =>MA hátíð

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja eigum við að fara að ákveða hvar við hittumst á fimmtudaginn???
kveðja Hanna

Nafnlaus sagði...

Já, núna er líka farið að styttast verulega í þetta þannig að fólk ætti að geta sagt af eða á með mætingu 14., 15. og 16. júní :)

Það lítur út fyrir að ég komi norður á fimmtudeginum 14. júní og tek því þátt í öllusaman. Ég veit því miður ekki um stað fyrir hitting á fimmtudagskvöldinu. Erum við að tala um heimahús eða veitinga/skemmtistað?

Nafnlaus sagði...

Já vá styttist ekkert smá í þetta... vííí. Ég kem 14 norður, fer ekki í óvissuferðina 15 samt og kem svo auðvitað 16:)
Ég veit því miður heldur ekki hvar við getum verið 14... en ef enginn getur boðið fram húsnæði getum við þá ekki bara reynt að hittast á einhverju kaffihúsi eða skemmtistað eða eitthvað??
kveðja selma bauni

Nafnlaus sagði...

Eru ekki allir búnir að sjá tilkynninguna á heimasíðu árgangsins http://www.blog.central.is/ma2002 ?Borga 3.600,- fyrir 11. júní!!!! koma svo F!!

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þið eruð með allt á hreinu :) Var í afslöppunarferð á kanarí eftir lokaverkefnispuð...og ekki verra að ná sér í smá lit fyrir útskriftina ;)
Dagskráin hér stemmir alveg...ég læt ykkur vita ef eitthvað breytist, en allar tilkynningar verða settar á http://blog.central.is/ma2002 svo endilega fylgist með þar.

Muna svo allir að borga, öðruvísi verður þetta ekki hægt :)
Kv. Daðey

Nafnlaus sagði...

var að hitta Alísi og hún er til í að leggja fram húsnæði að vanda fyrir partý... hvernig líst fólki annars á það? eigum við að hittast bara og spjalla og drekka eða eigum við að grilla eða?? hvað langar ykkur til að gera??

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á hitting hjá Alísi og grill hljómar rosa vel, nema það sé of mikið vesen?

Díana sagði...

Mér líst vel á Alísi og það á ekki að vera neitt ves að vera með grill. Ef bara hver kemur með handa sér. Hvernig eru aðstæður er grill hjá Alísi eða þarf að redda því.

Nafnlaus sagði...

Endilega kíkið öll á póstinn ykkar...

Atli sagði...

Var að koma fra Thailandi. Ætla mér að mæta í óvissuna og 16. en á eftir að pæla í þessu. Flugþreytan enn í manni svo að það er best að gera þetta eftir smá svefn.

Nafnlaus sagði...

ég veit að alís á lítið kúlugrill... spurning hvort það þurfi ekki allavega eitt í viðbót... nema við gerum bara eins og í den og grillum á einnota grillum:)

Nafnlaus sagði...

Það er nottls ekki annað hægt en að bjóða fram húsnæðið eins og í gammel:)reyndar ekki sama partýhúsnæðið en só vott:)en já ég á kúlugrill og ég hef óspart notað þessi einnota og þau eru líka fín:)

Annars bara hlakka ég til að sjá ykkur öll:)
adios

Nafnlaus sagði...

Ég kem 14...ekki spurning...kem hinsvegar ekki í óvissuferð né á 16.jún hátið.

Endilega allir að muna að borga í óvissuferðina :)

Nafnlaus sagði...

ég fékk engan póst.. hvað stóð í þessum pósti?
nennir kannski einhver að áframsenda hann á johannas19@hotmail.com

Nafnlaus sagði...

og eitt enn... hvernig eigum við að vera í óvissuferðinni?? einhverjara hugmyndir um outfitt?

Atli sagði...

Jæja getur einhver reddað mér?
Þeir sem eru að fara norður þann 14. og þá eftir kl. 16 geta þeir hugsað sér að gefa mér far?
Borga auðvitað í bensínkosnaði og kannski eina pulsu á leiðinni ;)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Þið standið ykkur vel í að borga :) Það eiga bara 2 úr bekknum eftir að borga (miðað við upplýsingar sem ég fékk í dag) svo það er allt í góðum gír :) Þessir 2 eru samt beðnir um að græja þetta sem fyrst.

Það er ennþá hægt að skrá sig ef einhver vill koma svona á síðustu stundu, hafið bara samband á arnborg_s@hotmail.com