mánudagur, 11. júní 2007

Alltaf að styttast...

Jæja, nú eru bara 4 dagar til stefnu :)

Dagskráin hefur ekkert breyst frá því sem var gefið hér út um daginn, s.s. mæting á MA planið kl 14:00. Endilega komið stundvíslega!

Það verður settur inn listi yfir það sem fólk þarf að hafa með sér í ferðina inn á síðu árgangsins: http://www.blog.central.is/ma2002 Hann ætti að birtast bara í dag eða á morgun svo endilega fylgist með á þeirri síðu.

Ég fékk upplýsingar um það í gær að það eiga bara 2 eftir að borga úr okkar bekk, og það er nú bara frábært :) Endilega drífa sig samt að græja þetta, þeir sem eiga það eftir. Ef einhverjum dauðlangar með en hafði ekki skráð sig, þá er síðasti séns í dag, og þá bara borga strax inn á reikninginn. Þetta er einfaldlega til þess að við getum borgað matinn og fleira tímanlega.

Það sem við eigum eftir að gera er að ákveða "þemað" fyrir bekkinn. Finnst ykkur að við eigum að ræða það hér - fyrir "allra" augum - eða í gegnum póst. Endilega verið hugmyndarík ;)

Við auglýsum líka eftir gítarleikara úr hópnum sem væri til í að spila undir smá fjöldasöng...

Sjáumst svo bara á fimmtudaginn og munið að fylgjast með ma2002 síðunni :)
Kv. Daðey

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér skilst að það sé komið þema...allavega er Díana eitthvað að stússast í því :)

Díana sagði...

Já það var rætt þema í útskriftarveislunni hennar Hönnu. Við tókum þá ákvörðun að gera boli fyrir alla. Það er einfalt og fljótlegt. Þetta eru bara svona stuttermabolir sem hægt verður að vera í utanyfir önnur föt svo við drepumst ekki úr kulda.
Bolirnir voru samþykktir af þremur aðilum og er það næstum meirihluti bekkjarins hehe.

Atli sagði...

Ég var að borga óvissuferðina og er sennilega kominn með far hjá Ástu Skúla úr G-bekknum á fimmtudaginn.
Bolirnir hljóma vel. Held að Rúnkitz sé sjálfkjörinn gítarspilari bekkjarins nema einhver hafi lært á gítar á fullorðinsárunum.
Er búið að ákveða stað og stund fyrir bekkjarpartýið?
Stuð stuð!

Nafnlaus sagði...

Hæhæ! Hlökkum mikið til.. Bolirnir hljóma vel svo og partýið hjá Alís. Eigum kolagrill sem við gætum tekið með, en annars er líka fínt að taka með einnota. Líst vel á að Rúnar komi með gítar, reyni kannski að plata Hjalta til þess að taka sinn með líka. Sjáumst ekki á morgun.. heldur hinn!!

Atli sagði...

Já! Hjalti er auðvitað skildugur til að mæta með gítar. Maður er bara kominn í fílinginn.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ!!
Við Hanna vorum að plana partýið hjá mér og ákváðum að mæting sé svona átta, hálf níu á fimmtudagskvöldið:)Stefnan er tekin á grill og þá bara kemur hver með fyrir sig og svo alveg nóg af öli líka bara;) og Atli, ef þú ert rosa spenntur og getur ekki beðið eftir að mæta þá verð ég komin heim um 5 leytið ef þú vilt mæta þá hehehehehehhehehe:):)smá skot;) allavega adressan er Keilusíða 11 i á Akureyri (ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum)...sjáumst í teiti aldarinnar;)

ps. ef einhverjum dauðlangar að hafa skemmtiatriði þá ekki hika við það hehe

Nafnlaus sagði...

ég er orðin mjög spennt.........hlakka til að sjá alla á morgun:)