laugardagur, 20. janúar 2007

Leitin af 4.F

Nú styttist í 5. ára stúdentsafmælið og svo virðist sem enginn sé að bjóða sig fram til þess að undirbúa skemmtun. Ég hitti hana Jóhönnu áðan og ákváðum við að fyrsta skrefið yrði að stofna síðu til þess að reyna að halda utan um þessa taumlausu skemmtun sem er framundan.
Það sem þarf að gera er að finna þessa F-inga, leitin hefst núna!

Hverjir voru í 4.F?

Arnór
Atli
Ása
Daðey
Díana
Heiðrún

Herdís
Hildur

Jóhann
Jóhanna
Rúnar

Selma
Tinna
Laufey
Örvar

Heiðursfélagar 4F
Alís

Kalli
Hjalti
Lára Sóley

Ég veit það vantar einhvern, get bara ómögulega munað eftir fleirum. Það má enginn móðgast!
Endilega sendið mér tölvupóst ef þið vitið netföng hjá einhverjum af þessum F-ingum.

Kv. Díana


p.s. Liturinn er sérstaklega valinn fyrir Tinnu

24 ummæli:

addibinni sagði...

Það hefur ekki slitnað slefið á milli okkar Heiðrúnar síðan í menntó þannig við viljum troða upp sem dúóið Tina og Cher. Við erum náttla þjóðkunn fyrir íðilfagran söng voran þannig þetta yrði einungis til að auka hróður bekkjar okkar. Eru ekki annars allir í stuði??

Díana sagði...

Æji elsku Addi Binni takk fyrir að vera fyrstu til að commenta. Gaman að heyra af þér og...slefinu ...og Heiðrúnu. Endilega sendu mér emailið þitt, ég ætla að reyna að safna þessu öllu saman fyrir okkur.

Atli sagði...

Ég er nokkuð viss um að ég mæti. Er þó að útskrifast úr kennó þann 16. en hver nennir að mæta í útskrift úr háskóla? Held að það sé drepleiðinlegt. Allaveg leiðinlegra en að horfa á dúettinn Tina og Cher.

Díana sagði...

Mér heyðist á Hönnu að við þyrftum að gera eitthvað meira en að hittast bara 16! Hafa allavegna eitt virkilega gott partý og kannski skella sér í bústað eitthvert (ytri vík kannski hehe)

Heidrun sagði...

já atli ég get lofað þér að þetta verður skemmtilegra! við arnór vorum að vísu búin að æfa upp "don´t go breaking my heart" með elton john og kiki di, en það komu upp miklar erjur innan hópsins um hvort okkar átti að vera hvað, þannig að við sættumst á cher og tinu. vona að fólk sé ekki mjög svekkt með það :)

addibinni sagði...

Mein e-mail adresse ist addibinni@hotmail.com

Já spurning um að halda partý hjá Alísi fyrst(hún er nú órjúfanlegur hluti af bekknum) og svo ytri vík(pant ekki bóka, Sveinn HATAR mig) og svo er líka óvissuferð! Verðum skelþunn og ógeðslega hress á 16. Er að safna pallíettum í búningana okkar Heiðrúnar núna. Er einhver sem á blúndur með glimmeri? Tinna mín kannski???

Atli sagði...

mailið mitt er: atlikris@khi.is

Hanna Björg sagði...

ég var að reyna að hafa upp á e-mailum hjá fólki og hélt að ég væri með rétt e-mail hjá Jóhanni, það reyndist ekki vera og fékk ég þetta til baka:
Sæl Jóhanna,
ég kemst því miður ekki því ég hef barist við krabbamein í þónokkurn tíma og á bara um 2 mánuði eftir ólifaða. Ég hefði gjarnan viljað kíkja. En ég er auðvitað bara að grínast.... mig grunar að þú sért að taka feil á mér og einhverjum öðrum Jóhanni. Ég var að vísu í 4-F á sínum tíma, en það var í Verzlunarskólanum um 1994 eða 1995. ;-)

kveðja,
Jóhann Vignir Gunnarsson

rosa fyndinn.... allavega þá er ég orðin spennt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að sjá nóra í pallíettum:)

Nafnlaus sagði...

Ég kem alveg pottþétt :) Sama hvort það er Ytri vík eða eitthvað annað. Gæti boðið ykkur heim til mín svosem en það er kannski full lítil íbúð svo ef það er einhver annar möguleiki þá er það auðvitað betra :)
Þurfum held ég að vera snemma í því að panta samt í Ytrivík :)

Nafnlaus sagði...

Hæ, netfangið hjá mér er johasig@hi.is

Nafnlaus sagði...

hæhæ! Mér langar geðveikt að koma get samt ekki gefið 100% svar strax. Læt bara vita um leið og ég veit hvar og hvernig ég verð að vinna í sumar.

Díana sagði...

Jæja núna þurfum við bara að hafa upp á stuðbolta 4F honum Örvari, veit enginn um hann?
En hvað viljiði gera í þessu, á ég að stofna bankareikning fyrir bekkinn eða eigum við bara að redda þessu öllu síðar?
Við höfum ekki heyrt frá;

Ásu
Hildi
Rúnari
Selmu
Tinnu
Laufey
Örvari

Endilega ef þið getið haft upp á einhverjum af þessum einstaklingum að láta þá vita. Svo við getum farið að plana hvað við ætlum að gera annað en að horfa á Arnór og Heiðrúnu með sitt prógram!

Nafnlaus sagði...

Halló:)mikið gasalega er ég stolt ´af að vera orðinn heiðursfélagi 4F:) en já ég er sko alveg ti í að halda partý fyrir ykkur öll-ekki vandamálið!og það er eions gott að ég fái að mæta til að sjá pallíettudúettinn!!hehesvo mæli ég eindregið með því að G-lagið verði sungið enda þjóðsöngur bekksins;)

Nafnlaus sagði...

Ég sé um Örvar

Díana sagði...

Ég tek bleiku stelpuna

Atli sagði...

Rúnar situr hér hjá mér og erum við á því að það þurfi að fjölga í heiðursfélagi 4-F. Þar á hann Karvel alveg heima og svo líka hann Hjalti og hans spússa Lára Sóley.

Nafnlaus sagði...

Stinni bleiki mætir með bros á vör og gleði í hjarta ... og jafnvel skemmtiatriði... hmmmmm...

Nafnlaus sagði...

Helú kæri bekkur :) Flott framtak að vera komin með heimasíðu og greinilega góð stemning í liðinu.... Væri nú ekki leiðinlegt að sjá Heiðrúnu og Arnór troða upp með skemmtiatriði og mér líst vel á partý hjá alísi... bara like old times ;) Ég get heldur ekki alveg staðfest 100 prósent komu mína núna þar sem það fer aðeins eftir fríi frá vinnu hérna í danmörkinni en ég stefni á það að mæta þangað til annað kemur í ljós :)
kv. Selma

Heidrun sagði...

já um að gera að draga fram alla heiðursfélagana! - hafa svolítið kátt í höllinni, þá sjaldan maður lyftir sér upp ;)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst sniðugt að stofna reikning og leggja inn reglulega svo við eigum einhvern sjóð þegar að þessu kemur :) Ég verð ný komin úr útskriftarferð og örugglega hressilega blönk eftir því ;) svo það er örugglega skynsamlegt að safna ;)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst sniðugt að stofna reikning og leggja inn reglulega svo við eigum einhvern sjóð þegar að þessu kemur :) Ég verð ný komin úr útskriftarferð og örugglega hressilega blönk eftir því ;) svo það er örugglega skynsamlegt að safna ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er nokkurnveigin á samabáti og daðey verð líklega soldið blönk í vor því ég er að fara í námsferð til París þannig að mér líst voða vel á að stofna sjóð eða eitthvað sollis

Nafnlaus sagði...

Jæja Díana, vissi að ég næði að sannfæra þig með fyllerísröfli um að starta þessum undirbúningi...hehe. Allavegana, finnst hugmynd Daðeyjar ekki svo galin með að leggja alltaf nokkra aura inn á reikning. Getum þá pantað bústað og haldi pertý með bollu og bjór án þess að vera með e-ð vesen. Veit annars ekkert hvernig verður með vinnu og annað hjá manni í kringum þessa daga, en ég læt vita með góðum fyrirvara. Eins og er þá er ég allavegana staðráðin í því að mæta. Já og e-mail mitt er sem fyrr runkitz@hotmail.com

Nafnlaus sagði...

http://blog.central.is/ma2002