Jæja hver man ekki eftir þessu. Þetta er ekki alveg eins flott og atriðið okkar. Alís og Jóhanna eru byrjaðar að setja saman disk með öllum helstu lögunum sem við vorum að hlusta á í MA. Endilega ef þið munið eftir einhverjum góðum slögurum.
Í öðrum fréttum er það helst að ég er búin að biðja Daðey að taka að sér að vera fulltrúi okkar í nefnd með hinum bekkjunum til þess að plana óvissuferð. Einnig sendi ég fleirum póst og var aðeins að reyna að dreifa verkefnum svo þetta myndi ekki lenda allt á mér.
kv. Díana
miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Die Prinzen - Millionar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
18 ummæli:
Daðey getur ómögulega tekið þetta að sér, það verður einhver að bjóða sig fram. Ekki vera feimin!!
Þetta lag er nottlega bara snilld...
er enginn sem er æstur í að bjóða sig fram í nefnd.. ég hef því miður ekki tíma... eins og ég er hrifin af svona nefndum:)
hahaha - hamagangurinn sem myndaðist í kring um þetta atriði okkar! ég var búin að steingleyma þessu :-D
sorry ég hef því miður heldur ekki tíma til að vera í nefnd en hef svosem engar áhyggjur að það verði vandamál að finna einhvern í þessum nefndaglaða hóp.. nema allir séu komnir með ævilangt ógeð af nefndarstörfum eftir árin í MA :)
Jæja allir, ég fór á stúfana og hringdi í okkar ástsæla stað Ytri-Vík og tók frá stóra bústaðinn fim. 14. júní. Hvernig líst ykkur á það, eða átti það að vera fös. 15. júní? Bústaðurinn kostar samt 30.000 kall sólarhringurinn. Litli bústaðurinn kostar 11.000. Þeir eru samt ekki lausir yfir helgina, aðeins á fim. Lofaði að staðfesta þetta innan viku, þannig að ég vil fá viðbrögð!!!!
Já, og ég get því miður ekki tekið að mér að vera í nefnd. Verð í Grímsey fram á vor og hef því miður ekki tíma.
Það var rætt að hafa þetta á fimmtudeginum það væri alveg frábært. Ég segi bara Staðfestu! 30.000 er allt í lagi það er að segja ef einhverjir aðrir ætla að fara. Það eru 5 einstaklingar búnir að borga inn á reikninginn okkar. Á ég að trúa því að það séu bara við fimm sem ætlum að fara!
þetta hljómar allt vel en við erum vissulega fámennur bekkur og það er spurning hvort litli sé ekki nógu stór....vorum við ekki í litlum þegar við fórum í 4 bekk??
Annnars hljómar þetta mjög vel:)
Ég held nebblega að lítill sé alveg meira en nóg hann var það einmitt þegar við vorum í fjórða bekk.
Held að litli sé alveg nóg nema það eigi að slá saman með öðrum.
Ég er samt nokkuð viss um að ég mæti ekki fyrr en á föstudeginum. Verð nýbyrjaður í vinnu og fæ ekki frí meira en á föstudeginum.
Hversu margir eru þá að koma á fim. 14. júní? Á ég að staðfesta ef það eru ekki fleiri sem hafa staðfest komu sína? Það er þá litli bústaðurinn ef við ákveðum að halda þetta!
Þeir einu sem ég veit eitthvað um erum við Jóhanna, Alís, Rúnar endilega látið heyra í ykkur, hvað planið er hjá ykkur. Annars getum við alveg bara slaufað þessu öllu og gert ekki neitt!
Hæhæ er búin að vera netlaus i frekar langan tima vegna flutninga þannig að sorry að maður er ekkert búin að láta í sér heyra... ég get því miður ekki staðfest mína komu 100 prósent:( ég veit... leiðinlegt svar en svona er þetta. Gæti verið að ég komi fyrst á föstudeginum. En ef ég væri komin i bæinn myndi ég auðvitað koma:) samt kannski leiðinlegt að panta bústað ef svona fáir hafa látið vita!! Væri þá kannski bara sniðugara að hafa partý eða eitthvað í bænum þar sem við erum minna bundin.. þó sumarbústaðarferð sé nú samt miklu skemmtilegri! Bara svona smá hugmynd ef ekki fleiri láta í sér heyra með bústaðinn:) anyways nóg um blaður i mér
kveðja from aarhus
Selma
Ég er með hvort sem það er fim eða fös... :)
Held að litli bústaðurinn sé nóg...var einmitt að skoða þetta í tengslum við útskriftina mína og 30.þús sólarhringurinn er sko húsið sjálft, sko...steypan:) Efast um að við þurfum það!
Er samt ekki spurning um að senda e-mail til að ath. hverjir ætla að koma og hvenær, er ekki viss um að allir kíki hingað reglulega...
Díana nenniru að senda e-mail á línuna og spyrja hverjir ætla að koma?
búinn að afboða komu okkar í Ytri-vík. Við erum alltof fá sem erum búinn að staðfesta komu þangað og konan sem er með þetta var að þrýsta á staðfestingu, og ég gat ekki staðfest ef það ætla bara 4-5 að mæta. Vonandi koma allir 15. júní og geta tekið hressilega á því þá.
það er aldeilis að fólk er spennt að hittast:)
Ég atla bara að láta ehyra aðeins í mér, ég er nebbla bara nýkomin aftur til landsins og hef ekki enn hugmynd um hvernig sumarið verður eða hvar ég verð í heiminum þannig að ég get ekki enn gefið svar um hvort ég kem... og e-mailið mitt er í focki þannig að það er kasnki bara best að hringja í mig ef það er eitthvað sem þarf að hafa samband við mig um
Hæhæ! Ég og Hjalti værum mjög til í að taka þátt í gleðinni með ykkur. Takk fyrir að gera okkur að heiðursfélögum!! Hvernig gengur annars skipulagningin? Verður frábært að sjá ykkur öll, Lára og Hjalti (larasol@yahoo.com)
Skrifa ummæli